Bóka núna

Velkomin á stærsta funda- og ráðstefnuhótel Íslands

Grand Hótel Reykjavík er fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Á Grand Hótel Reykjavík eru 311 herbergi og 15 ráðstefnu- og veislusalir. Hótelið er staðsett í rólegu umhverfi rétt við Laugardalinn.

Grand Hótel Reykjavík hefur hlotið Svansvottun Norræna umhverfismerkisins og einnig vottun frá Tún, eftirlits- og vottunarstofu fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Svansvottunin tryggir að hæstu gæðakröfur hvað varðar umhverfis- og heilbrigðismál séu uppfylltar.

Sjá herbergin

 • Grand Hótel Reykjavík

  Grand Hótel Reykjavík

 • Grand Hótel Reykjavík

  Grand Hótel Reykjavík

Glæsileg ráðstefnu- og veisluaðstaða

Ráðstefnu- og veisluaðstaðan á Grand Hótel Reykjavík er fyrsta flokks. Hægt er að velja á milli 15 fundar og ráðstefnusala sem henta fyrir stórar sem smáar samkomur.

Stærsti salurinn, Gullteigur, rúmar allt að 470 manns í sæti og hátt í 700 manna standandi móttöku. Miðgarður er 600 fermetra svæði þar sem meðal annars hafa verið haldnar móttökur fyrir 800 manns.

Sjá alla sali

 • Gallerí

  Gallerí

 • Gullteigur

  Gullteigur

 • Grand Restaurant

  Grand Restaurant

 • Gullteigur

  Gullteigur

Veislur og viðburðir

Fréttir og tilkynningar

Íslandshótel undirrituðu yfirlýsingu Festu

Íslandshótel undirrituðu yfirlýsingu Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, sem varðar aðgerðir í loftslagsmálum þann 16. nóvember síðastliðinn. Yfirlýsingin var undirrituð í Höfða og felur í sér skuldbindingu þátttakenda til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Jafnframt ber sömu aðilum skylda til þess að mæla árangurinn sem hlýst af aðgerðum og gefa út reglulega upplýsingar þess efnis. Yfirlýsingin, sem er samstarfsverkefni Festu og Reykjavíkurborgar, þótti ganga framar öllum vonum en alls voru 103 fyrirtæki og stofnanir sem skuldbundu sig verkefninu. Yfirlýsingin verður síðan afhent á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer fram í París í byrjun desember.

Lesa meira

Grænn dagur, endurvottun á Svansvottun hótelsins

Grand Hótel Reykjavík fékk Svansvottun sína endurnýjaða á ráðstefnu á vegum Ríkiskaupa sem haldin var á hótelinu fyrr í dag. Að þessu sinni er ráðstefnan hluti af norrænni viku tileinkaðri grænum innkaupum en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Opinber innkaup – Markviss innkaup“.

Lesa meira
 • "One’s destination is never a place, but a new way of seeing things "

  Henry Miller

Grand Hótel Reykjavík

Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Höfundaréttur © 2015 Íslandshótel. Allur réttur áskilinn.