Bóka gistingu

Herbergin á Grand Hótel Reykjavík

Á Grand Hótel Reykjavík eru 311 falleg og vel búin herbergi. Herbergin eru útbúin öllum nútímaþægindum svo sem gervihnattasjónvarpi, útvarpi, síma og öryggishólfi. Öll herbergin eru með te- og kaffisetti, litlum ísskáp, straujárni og straubretti. Þráðlaus nettenging er á hótelinu og gestir fá aðgang að líkamsræktinni í Reykjavík Spa. Hægt er að opna á milli nokkurra herbergja og tengja þau þannig saman. 

Hér fyrir neðan má sjá þau herbergi sem við höfum upp á að bjóða.

Superior Atrium herbergin á Grand Hótel Reykjavík eru afar rúmgóð og með skemmtilegu útsýni yfir Miðgarð, móttöku hótelsins.


Tegund Single / Double/ Twin
Stærð 23m² / 27m²
Rúm 2 Twin / Queen size

Sjá herbergi

Superior herbergin á Grand Hótel Reykjavík eru stílhrein, björt og hönnuð með þægindi gestsins í huga.


Tegund Single / Double/ Twin
Stærð 23m² / 27m²
Rúm 2 Twin / Queen Size

Sjá herbergi

Fjölskylduherbergin á Grand Hótel Reykjavík eru tilvalin fyrir fjölskyldur með börn eða þrjá til fjóra fullorðna.


Tegund Fjölskylduherbergi
Stærð 30m² / 36m²
Rúm 3 Double / 2 Double

Sjá herbergi

Forsetasvítan Útgarður er á efstu hæð í turni hótelsins, með ægifögru útsýni yfir borgina og svalir sem vísa að Esjunni. Í svítunni er hugguleg setustofa með sófa, stólum og stóru langborði sem rúmar 16 stóla.


Tegund Double
Stærð 123m²
Rúm King size

Sjá herbergi

Forsetasvítan Ásgarður á Grand Hótel Reykjavík er einstaklega glæsileg svíta á efstu hæð í turni hótelsins. Svítan er með rúmgott 76m² aðalrými, notalega setustofu og borðstofuborð.


Tegund Double
Stærð 114m²
Rúm King size

Sjá herbergi

Executive herbergin á Grand Hótel Reykjavík eru einstaklega glæsileg og með óviðjafnanlegu útsýni.


Tegund Single / Double
Stærð 26m² / 27,5m²
Rúm Double / Twin

Sjá herbergi

Business Class herbergin á Grand Hótel Reykjavík eru þægileg og rúmgóð með frábæru útsýni, ýmist yfir Reykjavík eða fjallahringinn.


Tegund Single / Double
Stærð 26 m² / 27,5m²
Rúm Double / Twin

Sjá herbergi

Junior svíturnar á Grand Hótel Reykjavík eru með rúmgóðri setustofu þar sem gestir geta slakað á og notið útsýnisins yfir Esjuna eða borgina.


Tegund Junior svíta
Stærð 40m²
Rúm 2 Queen / 1 King

Sjá herbergi

Á Grand Hótel Reykjavík leggjum við mikið upp úr því að gestum okkar líði vel og að dvölin verði þeim sem ánægjulegust.


Tegund Single / Double
Stærð 30m²
Rúm Twin

Sjá herbergi