Bóka gistingu

Herbergi fyrir hreyfihamlaða

Á Grand Hótel Reykjavík leggjum við mikið upp úr því að gestum okkar líði vel og að dvölin verði þeim sem ánægjulegust.

Grand Hótel Reykjavík er þekkt fyrir að hafa gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og þá sem nota hjólastól eða gönguhjálpartæki. Hótelið hefur að bjóða 15 herbergi sem eru sérhönnuð með gott aðgengi í huga. Sama er að segja um gestamóttökuna og snyrtiaðstöðuna þar sem haft er í huga að fólk með hreyfihömlun geti komist óhindrað leiða sinna.

Hótelherbergin eru um 30m² og eru án þröskulda og annarra hindrana fyrir hjólastóla og önnur hjálpartæki. Herbergin eru á öllum hæðum, frá annarri og upp á þá þrettándu, en þangað er hægt að komast með stórri lyftu (um 4m²). Baðherbergin á herbergjunum eru 4,42m² og er dyragættin 90 cm breið. Baðherbergin eru mjög rúmgóð og þar er auðvelt að athafna sig í hjólastól. Þar má finna sturtur þar sem auðvelt er að renna inn hjólastól og handklæðahengi eru ávallt innan seilingar.

Tegund Single / Double
Stærð 30m²
Rúm Twin
 • Herbergi með hjólastólaaðgengi

  Herbergi með hjólastólaaðgengi

 • Herbergi með hjólastólaaðgengi

  Herbergi með hjólastólaaðgengi

Innifalið

 • Baðkar og/eða sturta
 • Lítill ísskápur
 • Öryggishólf
 • Sjónvarp
 • Kaffi og te sett
 • Sími
 • Hárþurrka
 • Frí þráðlaus nettenging