Bóka gistingu

Háteigur A og B

Fundarsalirnir Háteigur A og B eru skemmtilegir salir á fjórðu hæð sem henta einstaklega vel fyrir fundi, minni veislur, móttökur og brúðkaup.

Háteigur A er með rúmgóðum bar og stórum gluggum þaðan sem er útsýni út á haf. Háteigur B er einnig með fallegum bar og er fullkominn fyrir einkasamkvæmi. Á milli salanna er forrými sem hentar vel fyrir fordrykk og móttökur. Báðir salirnir hafa aðgang að stórum svölum með einstöku útsýni yfir borgina, sundin blá og fjallahringinn allt um kring. Í sölunum er þráðlaus nettenging og allur búnaður til fundarhalda, svo sem skjávarpi, sýningartjald, flettitafla, hljóðkerfi og púlt.
Háteigur A og B

Grunnmynd

Sækja

Þjónusta í sal

  • Skjávarpi og hljóðkerfi fyrir talað mál
  • Sýningartjald
  • Laser bendill
  • Þráðlaus hljóðnemi
  • Þráðlaus nettenging
  • Viðskipta þjónusta 24/7
  • Bar
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Hópaherbergi

Stærð fundarherbergis

  A+B A B
Fundaborð 0 28 24
Veisla 144 72 60
Skólastofa 0 60 50
U-borð 0 28 24
Bíó 0 72 60
Móttaka 180 100 80
Stærð (m2) 245 115 92
L-B-H (m) 24 x 14.4 x 3.8 14.8 x 7.8 x 2.7 11.8 x 7.8 x 2.7
Staðsetning 4. hæð 4. hæð 4. hæð