Bóka gistingu

Miðgarður

Vertu velkomin/n í Miðgarð á Grand Hótel Reykjavík, svæði sem hýsir aðalmóttöku hótelsins, en er einnig frábært rými fyrir móttökur og fordrykki.

Miðgarður er miðja heimsins í norrænni goðafræði og því er viðeigandi að hjarta hótelsins skuli bera sama nafn. Svæðið er allt hið glæsilegasta, bjart og opið, enda er lofthæð 17 metrar. Hönnun rýmisins er nútímaleg og endurspeglar náttúruöflin sem sköpuðu landið; eld, ís og vatn. Þá skartar Miðgarður stærsta glerlistaverki landsins eftir Leif Breiðfjörð sem byggir á kvæðinu Völuspá, einu þekktasta kvæði Eddunnar. Aðalrýmið má nýta undir móttökur og fordrykki í stórum veislum og viðburðum. Í Miðgarði er einnig einstakur bar, skreyttur með glerlist sem vísar í Ragnarök, þar sem hægt er að setjast niður, njóta umhverfisins og slaka á yfir drykk.
Miðgarður

Grunnmynd

Sækja

Þjónusta í sal

  • Þráðlaus hljóðnemi
  • Þráðlaus nettenging
  • Viðskipta þjónusta 24/7
  • Bar
  • Aðgengi fyrir fatlaða

Stærð fundarherbergis

  Miðgarður-Bar Miðgarður
Veisla 400 120
Móttaka 800 200
Stærð (m2) 600 176
L-B-H (m) 13.8 x 13.1 x 17 13.8 x 13.1 x 17
Staðsetning Jarðhæð Jarðhæð