Bóka gistingu

11.11.2016

Ilmandi Skötuveisla á Grand Hótel Reykjavík

Velkomin á skötuhlaðborð á Grand Hótel Reykjavík. Kæst vestfirsk skata ásamt fjölbreyttu úrvali af öðru fiskmeti sem og dýrindis eftirréttir.

Skötuveisla verður haldin á Grand Hótel Reykjavík á Þorláksmessu. Boðið verður upp á kæsta vestfirska skötu ásamt fjölbreyttu úrvali af öðru fiskmeti sem og rúgbrauði, laufabrauði og glæsilegum eftirréttum.

Herlegheitin hefjast kl. 12:00 og verður hápunktinum náð þegar enginn annar en Guðni Ágústsson fer með gamanmál. Skötuveislunni lýkur svo um kl. 14:00. Við hlökkum til að sjá þig. 

Miðasala hafin á midi.grand.is/skotuhladbord