Bóka gistingu

19.09.2016

GRAND JÓLABRUNCH

Taktu þér frí frá jólaundirbúningnum og kíktu á notalegan jólabrunch á Grand Hótel Reykjavík, þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Við bjóðum upp á afslappaða stemmingu og úrval sérvalinna rétta sem kæta bragðlaukana. Jólasveinar líta í heimsókn og bregða á leik með börnunum.

Alla sunnudaga frá og með 13. nóvember og fram að jólum, frá kl 12:00 -14:00.

Verð 5.200 kr. á mann

Verð 3.000 kr. á mann fyrir 6- 12 ára

Frítt fyrir börn 5 ára og yngri

Bókanir sendist á info@grand.is eða 514 8000

MATSEÐILL Á JÓLABRUNCH

Salöt og léttir réttir: Sjávarréttasalat og síldarsalöt með rúgbrauði og eggjum. Parmaskinka, paté,beikon, pylsur, purusteik, hangikjöt og kjúklingur. Ljúffengar pönnukökur, ýmsir eggjaréttir, nýbökuð brauð, úrval áleggstegunda, ávextir, ostar og margt fleira.

Heitir réttir og meðlæti: Lambasteik og hunangsgljáð kalkúnabringa með ávaxta- og ostafyllingu, viðeigandi meðlæti og sósur.

Eftirréttir: Úrval eftirrétta að hætti hússins.