Bóka gistingu

07.01.2015

Brúðartertusmökkun - hver er þín uppáhalds?

Undirbúningur brúðkaups á að vera ánægjulegur og val á brúðartertu getur tvímælalaust verið með skemmtilegri punktunum á undirbúningslistanum.

Á Grand Hótel Reykjavík geta tilvonandi brúðhjón komið í brúðartertusmakk þar sem boðið er upp á að smakka þrjár vinsælustu tegundirnar af brúðartertum hverju sinni.

Tertusmökkunin kostar 3.500 kr og mögulegt er að bæta vínsmökkun við fyrir 1.500 kr. Upphæðin gengur upp í verðið á veislunni, sé hún haldin á Grand Hótel Reykjavík. Hafðu samband við okkur í síma 514 8000 eða sendu póst á ráðstefnudeild.