Bóka gistingu

20.01.2015

Brunch á sunnudögum

Sunnudagar eru til sælu hér á Grand Hótel Reykjavík því þá bjóðum við upp á okkar klassíska sunnudagsbrunch.

Sunnudagsbrunch samanstendur af fjölda heitra og kaldra rétta sem eru mitt á milli þess að vera morgunmatur og hádegismatur.

Girnilegir brunchréttir eins og amerískar pönnukökur, beikon, ýmsir eggjaréttir og eggjakökur eiga auðvitað sinn stað á borðinu. Allir eiga svo að geta borðað fylli sína af fjölbreyttum kjötréttum og úrvali af fisk- og grænmetisréttum sem bornir eru fram með viðeigandi sósum og meðlæti.

Sjá nánar hér - sunnudags brunch