Bóka gistingu

06.02.2015

Food and Fun hátíðin í Reykjavík 2015

Ekki missa af einstakri matarupplifun á Grand Restaurant dagana 26. feb. til 1. mars.

Í tilefni af Food and Fun hátíðinni sem haldin verður í Reykjavík dagana 25. feb. til 1. mars 2015 verður matreiðslumeistarinn Philip Scheel Grønkjær gestakokkur á Grand Restaurant dagana 26. feb. til 1. mars. Boðið verður upp á fjögurra til fimm rétta kvöldverð á aðeins 8.500 kr.- per einstakling.

Áætlun Philips Scheel Grønkjær var ekki sú að leggja stund á matreiðslunám í fyrstu heldur hóf hann nám við lífefnafræði í Háskólanum í Kaupmannahöfn en ákvað síðar að gefa matreiðslulistinni tækifæri. Eftir það, lá leiðin upp á við en Philip hefur lagt sérstaka áherslu á klassíska franska matargerð. Hann hefur meðal annars starfað á hinum víðfræga veitingastað Nimb í Kaupmannahöfn þar sem hann var yfirkokkur. Árið 2014 stofnaði Philip sitt eigið fyrirtæki, Monomonofoodfool sem sérhæfir sig í gerð matreiðslubóka, veitingastaðaráðgjöf ásamt fleiru.

Við hlökkum til að sjá þig á Grand Restaurant.

Bókaðu núna á info@grand.is eða í síma 514 8000.