Bóka gistingu

29.04.2016

Grand Hótel fær gullmerki Vakans

Á myndinni má sjá brot af þeim úrvals veitingum frá Grand Restaurant sem í boði voru við athöfnina.

Grand Hótel Reykjavík var eitt af 6 hótelum Íslandshótela til að hljóta viðurkenningu Vakans nú á dögunum. Önnur hótel sem hlutu viðurkenninguna voru Fosshótel Reykjavík, Hotel Reykjavík Centrum, Fosshótel Baron, Fosshótel Lind og Best Western Hótel Reykjavík.

Grand Hótel hlaut gæðaviðurkenningu Vakans ásamt veitingahúsi hótelsins, Grand Restaurant, en saman hlutu þau einnig GULL umhverfismerki Vakans. 

Vakinn er sérhannað gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, byggt á erlendri fyrirmynd. Meginmarkmið Vakans er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu með handleiðslu og stuðningi, jafnframt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan greinarinnar.  Íslandshótel eru afar stolt af að hafa farið í þessa ítarlegu vinnu og fyrir að hafa náð svo glæsilegum árangri á sviði gæða og umhverfismála. 

Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 26. april. Gestir hlýddu á skemmtileg og fróðleg erindi og boðið var upp á ljúffengar veitingar af matseðli Grand Restaurant sem og sýnishorn af lífrænt vottuðum morgunverði Grand Hótels.