Bóka gistingu

29.03.2017

Grand Hótel stækkar

Framkvæmdir í Háteig, ráðstefnu- og veislusalnum okkar og endurbætur á móttökusvæði hótelsins.

Framkvæmdir í Háteig, ráðstefnu- og veislusalnum okkar á 4. hæð, eru nú í fullum gangi og búist er við því að þeim ljúki í haust. Framkvæmdirnar fela í sér umtalsverða stækkun á salnum, endurnýjun á öllum innréttingum og gera okkur kleift að bjóða upp á enn betri þjónustu í ráðstefnum og viðburðum.

Einnig eru nú endurbætur hafnar á móttökusvæði hótelsins en búist er við því að þeim ljúki í lok júní með tilkomu nýrri lyftu en ásamt því verður hið svokallaða „haft“ fjarlægt. Endurbæturnar fela í sér aukið flæði á gestum og betra aðgengi, sérstaklega fyrir stóra hópa.

Við á Grand Hótel Reykjavík erum stolt yfir því að hafa hlotið Svansvottun, vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel. Með tilkomu Svansins lágmarkar Grand Hótel Reykjavík heildarumhverfisáhrif hótelstarfseminnar, vinnur markvisst að lágmörkun orku- og vatnsnotkunar, kaupir inn vistvænar og lífrænt ræktaðar vörur, auk þess sem allur úrgangur er flokkaður og endurunnin.