Bóka gistingu

12.03.2015

Grand Restaurant og matarkistan Ísland

Við hjá Íslandshótelum fengum fagmennina á Grand Restaurant til að útbúa veitingar fyrir okkur á Mid Atlantic sölusýninguna núna í febrúar.

Þegar kom að því að stilla upp kræsingunum þá leituðum við eftir andagift í náttúru Íslands og þetta var útkoman.

  • Léttsteikt hreindýr með hreindýralifrarkæfu

  • Léttreykt og hægelduð bleikja með límónu

  • Sætir hraunmolar

  • Hvítur Kahlúa draumur

  • Grand súkkulaði með mjúkri fyllingu

Veitingarnar sem Vignir Hlöðversson yfirmatreiðslumaður og Ingibergur Sigurðsson bakarameistari buðu okkur og viðskiptavinum okkar upp á voru skemmtilegar, bragðgóðar og öðruvísi.

Á Grand Hótel Reykjavík geturðu ávallt treyst því að fagmennska og nýsköpun leiði okkar hugmyndavinnu þegar kemur að því að sníða viðburðinn þinn að þínum þörfum, hvort sem það er ráðstefna, sýning, fundur eða önnur samkoma.

Er viðburður framundan? Hafðu samband - info@grand.is  eða í síma 514 8000.