Bóka gistingu

13.04.2015

Handverk og fermingarveislur

Á Grand Hótel Reykjavík getum við sett saman draumaveisluna, hvort sem um er að ræða minni veislur eða stærri. Við erum með salina til að hýsa gestina og veisluföngin til að gleðja þá.

Hér má sjá nokkrar myndir frá fermingu um síðustu helgi, en þetta eru handgerðar kransakökur eftir Ingiberg bakarameistara hér á Grand Hótel Reykjavík. 

Við bjóðum ykkur fermingarveisluna í einum pakka; salinn, matinn, undirbúninginn og fráganginn á eftir. Þið eruð velkomin að koma og skoða salina sem eru í boði, setjast yfir kaffibolla til að ræða skipulagninguna og að skoða saman matseðla. Auðveldara gæti það ekki verið!

Veislusalirnir rúma frá 30 og upp í 300 gesti í borðhaldi. Hægt er að stilla upp í sölunum og skreyta, allt eftir ykkar óskum. Aðgengi er til fyrirmyndar og næg bílastæði.  Hafðu samband við okkur og við setjum saman draumaveisluna þína - veislan þín, info@grand.is eða 514 8000.