Bóka gistingu

26.03.2015

Jóga á Grand Hótel Reykjavík

Í samvinnu við Jógasetrið bjóðum við viðskiptavinum okkar að brjóta upp hefðbundna fundarhætti og hugsa inn á við um stund.

Við vitum hvað það getur verið erfitt og tekið á líkamann að sitja allan daginn við borð og halda athygli, þess vegna ætlum við í samstarfi við Jógasetrið að bjóða ráðstefnu- og fundargestum okkar að bæta við jógastund þegar þeir velja að halda viðburðinn sinn hjá okkur. 

Boðið er upp á léttar æfingar sitjandi við borð, teygjur eins og pláss leyfir, með áherslu á bak, axlir og útlimi ásamt hressandi öndundaræfingum sem geta verið afskaplega endurnærandi.

Spennandi? Hafðu samband við okkur í ráðstefnudeildinni, info@grand.is eða í síma 514 8000.

„Jóga er aldagömul leið upprunin frá Austurlöndum. Orðið jóga þýðir upprunalega jafnvægi og er þar átt við jafnvægi milli hins andlega og þess líkamlega. Jógaiðkun stuðlar því fyrst og fremst að jafnvægi sálar og líkama. Jóga er ekki keppnisíþrótt heldur vinnur hver og einn að eigin takmarki. Með því að setja fókusinn inn á við styrkjum við næmni fyrir eigin líkama, okkar raunverulegu þörfum og komumst betur að því hver við raunverulega erum“.
Jógasetrið, 2015