Bóka gistingu

10.11.2014

Jólasveinar og jólabrunch - byrjar 16. nóvember

Taktu þér frí frá jólaundirbúningnum og kíktu á notalegan jólabrunch á Grand Hótel Reykjavík, þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi.

JÓLASVEINAR Á JÓLABRUNCH FRÁ OG MEÐ 16. NÓVEMBER

Við bjóðum upp á afslappaða stemmingu og úrval sérvalinna rétta sem kæta bragðlaukana.

Jólasveinar kíkja í heimsókn og bregða á leik með börnunum en við bjóðum upp á sérstakt jólahorn fyrir börnin þar sem þau geta, dundað sér við að lita, skreyta piparkökur og leikið sér. Jólasveinarnir eru stríðnir bræður og stundum svolítið skrítnir, en þeir eru skemmtilegir og koma með gítarinn með sér.

Verð 4.600 kr. á mann
Verð 2.300 kr. á mann  fyrir 6- 12 ára
Frítt fyrir börn 5 ára og yngri

Frá kl: 11:30 -14:00

Bókanir sendist á veitingar@grand.is eða 514 8000 - sjá nánar hér: Jólahlaðborð 2014.