Bóka gistingu

04.03.2015

Klattar að hætti Begga bakarameistara

Þessir eru sérstaklega góðir nýbakaðir með ískaldri mjólk.

 • 335 gr speltmjöl
 • 15 gr matarsódi
 • 5 gr salt
 • 2,5 gr kanill
 • 400 gr smjör
 • 175 gr hrásykur
 • 200 gr púðursykur
 • 500 gr haframjöl
 • 4 stk egg
 • Vanillusykur eða dropar eftir smekk
 • Sesamfræ 40 gr
 • Graskersfræ 40 gr
 • Sólblómafræ 40 gr
 • Hörfræ 40 gr
 • Súkkat 40 gr
 • Rúsínur 40 gr

Má vera minna af fræjum eða meira, eitthvað sem hægt er að leika sér með. Allt sett í skál og hrært saman. Síðan er deiginu rúllað upp og skorið niður í 70 gr bollur og þær klappaðar niður á plötu, c.a. 30 stk.

Bakið í 10 – 12 mín við 180 gráður.