Bóka gistingu

13.10.2014

Kræsingar og frábær skemmtun

Njóttu dýrindis veitinga og frábærrar skemmtunar á jólahlaðborði Grand Hótel Reykjavíkur.

Jólahlaðborðin fara fram í glæsilega skreyttum veislusölum og geta gestir valið á milli þess að hlýða á ljúfa tóna Bjarna Ara eða Helga Björns í syngjandi sveiflu.


Forréttir: Heitreyktur makríll og langa, grillaður chili-kjúklingur, villibráðarpaté, hreindýrapaté, rækju- og krabbasalat, sjávarréttapaté, reyktur lax, Grand grafinn lax, villibráðarsalat, reykt nautatunga, jólasíld, tómatsíld, marineruð síld, tómatsalat með fetaosti

Kaldir aðalréttir: Hangilæri, grísahamborgarhryggur, parmaskinka

Heitir aðalréttir: Kryddlegið lambalæri, purusteik að dönskum hætti, hunangsgljáð kalkúnabringa, hreindýrabollur í berja- og ostasósu

Grænmetisréttir: Chili-kryddaður grænmetis- og kartöfluréttur í karrí, hnetu- og baunasteik, grænmetislasagne, hrísgrjóna- og grænmetissalat

Sósur og meðlæti: Hvítlaukssósa, graflaxsósa, chantillysósa, sinnepssósa, cumberlandsósa, bláberja-vinaigrette, piparrótarsósa, rauðvínssósa, koníaks- og piparsósa, uppstúfur og kartöflur, sykurbrúnaðar kartöflur, ristað grænmeti, eplasalat, kartöflusalat með karrí, heimalagað rauðkál, grænar baunir, ávaxtasalat, blandað salat og grænmeti, laufabrauð, rúgbrauð og nýbökuð blönduð brauð

Eftirréttahlaðborð: Úrval eftirrétta að hætti Grand Restaurant

Bókanir sendist á jolahladbord@grand.is eða í síma 514 8000 - Jólahlaðborð 2014.