Bóka gistingu

14.08.2014

Listasafn Reykjavíkur í samstarf við hótelið

Gestir á Grand Hótel Reykjavík fá 20% afslátt á Listasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn og Landámssýninguna 871±2 gegn framvísun hótellykilsins í afgreiðslum safnanna

Listasafn Reykjavíkur sem staðsett er í Hafnarhúsi, áKjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni er meðal viðkomustaða margra ferðalanga í leit af skemmtun og menningu enda býður safnið upp á fjölbreyttar sýningar og viðburði allan ársins hring og er opið alla daga vikunnar frá 10-17. Hafnarhúsið er opið frá 10-20 á fimmtudögum. 

Landámssýningin 871±2  er sýning á fornleifum þar sem reynt er að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkurbæjarins eins og það var við landnám. Opið daglega frá 10-17. 
Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Þar er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti fyrri tíma í Reykjavík. 
Leiðsögn daglega kl. 13, 1. sept.-30 maí.. 1. júní-31. ágúst opið daglega frá 10-17.