Bóka gistingu

06.11.2014

Svanurinn 25 ára

Grand Hótel Reykjavík hefur hlotið Svansvottun, vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel - og erum stolt af því!

Í 25 ár hefur umhverfismerkið auðveldað almenningi á Norðurlöndum að taka tillit til umhverfisins á einfaldan og áhrifaríkan hátt með því að leita uppi hinn auðþekkjanlega græna svan. Svanurinn setur umhverfiskröfur fyrir vörur á öllum stigum lífsferils þeirra; við framleiðslu, notkun og förgun. Merkið tryggir að umhverfisáhrif vörunnar séu lítil miðað við aðrar vörur í sama flokki. Sjá meira í grein um Svaninn - Svanurinn 25 ára.

Sjá nánar um umhverfisstefnu Grand Hótel Reykjavík - smelltu hér.