Bóka gistingu

02.09.2014

Villibráðarhlaðborð með Úlfari Finnbjörnssyni

UPPSELT! Hinn rómaði matreiðslumeistari Úlfar Finnbjörnsson sér um villibráðarhlaðborð á Grand Restaurant á Grand Hótel Reykjavík dagana 24. – 25. október.

UPPSELT!

Hinn rómaði matreiðslumeistari Úlfar Finnbjörnsson sér um villibráðarhlaðborð á Grand Restaurant á Grand Hótel Reykjavík dagana 24. – 25. október.

Úlfar mun töfra fram ómótstæðilega veislurétti úr íslenskri og erlendri villibráð. Boðið verður upp á heita og kalda rétti, gæs, önd, hreindýr, hrefnu svo fátt eitt sé nefnt ásamt meðlæti.

Kvöldið hefst á fordrykk kl. 19:00. Hilmar Sverris og Vilhjálmur Guðjónsson leika ljúfa tónlist meðan gestir okkar gæða sér á dýrindis villibráð.

Verð er 10.900 krónur á mann – borðapantanir í síma 514-8000 og á netfangið veitingar@grand.is