Bóka gistingu

Íslandshótel undirrituðu yfirlýsingu Festu

Íslandshótel undirrituðu yfirlýsingu Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, sem varðar aðgerðir í loftslagsmálum þann 16. nóvember síðastliðinn. Yfirlýsingin var undirrituð í Höfða og felur í sér skuldbindingu þátttakenda til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Jafnframt ber sömu aðilum skylda til þess að mæla árangurinn sem hlýst af aðgerðum og gefa út reglulega upplýsingar þess efnis. Yfirlýsingin, sem er samstarfsverkefni Festu og Reykjavíkurborgar, þótti ganga framar öllum vonum en alls voru 103 fyrirtæki og stofnanir sem skuldbundu sig verkefninu. Yfirlýsingin verður síðan afhent á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer fram í París í byrjun desember.

Lesa meira

Grænn dagur, endurvottun á Svansvottun hótelsins

Grand Hótel Reykjavík fékk Svansvottun sína endurnýjaða á ráðstefnu á vegum Ríkiskaupa sem haldin var á hótelinu fyrr í dag. Að þessu sinni er ráðstefnan hluti af norrænni viku tileinkaðri grænum innkaupum en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Opinber innkaup – Markviss innkaup“.

Lesa meira
1 2 3 4 5 6 7 ... 12