Bóka gistingu

Um Grand Hótel Reykjavík

Grand Hótel Reykjavík er fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Grand Hótel Reykjavík er stærsta ráðstefnuhótel landsins með 311 herbergi og 15 ráðstefnu- og veislusali. Á hótelinu er einnig fyrsta flokks veitingastaður og heilsulind með líkamsræktaraðstöðu. 

Hótelið er staðsett í rólegu umhverfi, rétt við Laugardalinn, og er í göngufæri við miðbæinn. Þjónusta okkar er vinaleg, persónuleg og fjölskylduvæn. Við viljum að þér líði vel hjá okkur.