Bóka gistingu

Velkomin á Grand Restaurant

Við höfum sanna ástríðu fyrir matargerð og leggjum metnað okkar í að bjóða úrvalsrétti, matreidda úr ferskasta hráefni sem fæst hverju sinni.


 

Grand Restaurant er nútímalegur og glæsilegur veitingastaður þar sem hægt er að njóta fyrsta flokks matargerðarlistar. Veitingastaðurinn er opinn daglega og er með bæði hádegis- og kvöldverðarseðil.

Fjölbreytt úrval ljúffengra rétta prýða matseðilinn. Áhersla er lögð á íslenska og norræna matargerð og eingöngu er notast við úrvals hráefni. Það er okkur sönn ánægja að geta einnig boðið upp á breitt úrval af vínum, sérvalin af vínþjónum okkar.

Hvort sem þið viljið njóta veitinga eða drykkja mælum við með heimsókn til okkar, þar sem þið getið sest niður fyrir framan arineldinn og notið góðra samverustunda en við leggjum okkur fram við að skapa rólegt og streitulaust andrúmsloft. 

 • Vakinn umhverfisflokkun Gold Class Vakinn Certified Veitingastaður / Kaffihús
 • Grand Restaurant

  Grand Restaurant

 • Grand Restaurant

  Grand Restaurant

 • Grand Restaurant

  Grand Restaurant

 • Grand Restaurant

  Grand Restaurant

 • Grand Restaurant

  Grand Restaurant

 • Grand Restaurant

  Grand Restaurant

Gleðjumst yfir mat og drykk

Í Miðgarði og Torfastofu er boðið upp á gott úrval smárétta auk fjölda góðra vína og hanastéla. Vertu velkomin til okkar í Happy Hour á hverjum degi milli klukkan 17:00 og 19:00.

Matseðill

Forréttir Verð
Norðlenskt salat - Hráskinka að norðan, íslenskur fetaostur, pikklað fingurkál, rauðrófur og grillað grænmeti. Borið fram með súrdeigsbrauði og fáfnisgrass majónesi 2.190 ISK
Reykt ýsa - Blómkálsmauk, ristað blómkál, græn epli, súrar gúrkur, bökuð hráskinka, múslí og humar majónes 2.490 ISK
Grand sjávarréttasúpa - Með hörpuskel, rækjum og blönduðum íslenskum fisk 2.790 ISK
Kjötkruðerí - Norðlensk hráskinka, tvíreykt lambalæri, villibráðar „paté“, osturinn Ljótur, Ísbúi og Höfðingi, borið fram með döðlusultu, sykurgljáðum fíkjum og súrdeigsbrauði - Góður réttur til þess að deila 3.190 ISK
Súpa dagsins 1.890 ISK
Aðalréttir Verð
Folaldalund - Pönnusteikt folaldalund, smælki kartöflur, grænkál, gulrætur, sellerírót, íslenskir sveppir og „Sauce Diablo“ 5.490 ISK
Lambaskanki - Hægeldaður og grillaður lambaskanki, kartöflumús, graslaukur, litlar gulrætur, sultuð krækiber,
borin fram með lambasoðsgljáa
4.190 ISK
Naut & Bearnaise - Hægelduð nautalund með bearnaise sósu, aspas og kartöflubátum „a la Grand“ 5.990 ISK
Grand Borgarinn - 150 gr. sérvalið nautakjöt, hægelduð nautakinn, fínskornir  sveppir, tómat-lauk „relish“, dijon sinnep og reykt fetakrem 2.890 ISK
Fiskur & Franskar - Djúpsteiktur Þorskur borinn fram með frönskum, salati og tartarsósu  3.890 ISK
Bleikja - Kartöflu-smælkispressa, súrsað fingurkál, gljáðar gulrætur og Hollandaise sósa 4.590 ISK
Þorskur - Krembakaður þorskur, bygg, kryddjurtir, rjómi, sítrus ávextir og súrsað fingurkál 4.490 ISK
Grænmetisréttir Verð
Villisveppa Risotto - Bygg risotto, möndlumjólk, sveppir, steikt grænkál, heslihnetur og steiktur aspas 3.490 ISK
VeGrand Borgarinn - Sætkartöflu og svartbauna buff, kál, tómatar, súrsað rauðrófu jarðskokka- mauk, léttreykt papriku majónes Borinn fram með sætkartöflubitum 2.890 ISK
Eftirréttir Verð
Djúsí eplabaka - Epli, kanill og auðvitað vanilluís 2.590 ISK
Súkkulaðimús - Súkkulaði, möndlumjólk, sultuð og fersk ber, ristaðir hafrar og kókos „sorbet“ 2.490 ISK
Skyr og sykurpúðar - Léttþeytt skyr, rjómi, íslensk bláber og sykurpúðar 2.390 ISK
Kjötkruðerí - Norðlensk hráskinka, tvíreykt lambalæri,
villibráðar „paté“, osturinn Ljótur, Ísbúi og Höfðingi, borið fram með döðlusultu, sykurgljáðum fíkjum og súrdeigsbrauði Skemmtilegur réttur til að deila fyrir tvo
3.190 ISK