Bóka gistingu

Dekraðu við líkama og sál

Reykjavík Spa er glæsileg snyrti- og nuddstofa með líkamsrækt og fallegri heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi, staðsett á Grand Hótel Reykjavik.

Líkamsrækt

Líkamsræktin í Reykjavík Spa er vel búin öllum nútímatækjum og hentar vel þeim sem vilja taka á því í þægilegu andrúmslofti. Afgreiðslutímar líkamsræktarinnar henta einnig vel uppteknu fólki. Gestir hótelsins fá frían aðgang að líkamsræktinni.

Heilsulind og snyrtistofa

Snyrtifræðingar okkar taka vel á móti öllum gestum og markmið okkar er að allir gangi út hæstánægðir og endurnærðir. Við bjóðum fjölbreyttar snyrtimeðferðir og nudd, auk þess sem hægt er að slaka á í heitum pottum, infrarauðri sánu, gufuklefa og á notalegu hvíldarsvæði við kertaljós og arineld.

  • Pottarnir

    Pottarnir

  • Steinanudd

    Steinanudd

  • Reykjavík Spa

    Reykjavík Spa


 

Opnunartímar

Heilsurækt
06:00 -22:00 alla daga

Heilsulind  
Alla virka daga
09:00 – 19:00
Laugardaga
09:00 – 18:00
Sunnudaga
10:00 – 14:00

Snyrti- og nuddstofa  
Alla virka daga
09:00 – 19:00
Laugardaga
10:00 – 17:00
Sunnudaga
10:00 – 14:00

Allir gestir hafa aðgang að glæsilegum búningsklefum og fá baðslopp, handklæði og inniskó til afnota. Fyrir þá sem vilja heldur stunda líkamsrækt er heilsuræktin okkar frábær kostur.

Aðgangseyrir að Reykjavík Spa er 4.300 kr, hótelgestir frá 20% afslátt af aðgangseyri.

Frekari upplýsingar um Reykjavik Spa má nálgast í síma 514 8090 eða á  reykjavikspa@reykjavikspa.is


Einnig á heimasíðu Reykjavík Spa