Bóka gistingu

Hvernig bóka ég hótelherbergi?

Til að bóka herbergi notar þú bókunarvél Grand Hótel Reykjavík. Þú slærð inn lengd dvalar sem óskað er eftir með því að slá inn komu-og brottfarardagsetningu, fjölda herbergja og tegund herbergis.

Þegar þú velur hnappinn sem leitar að herbergjum birtist listi yfir herbergi sem í boði eru. Þá getur þú séð tegundir herbergja og heildarverð.

Veldu herbergi sem þér líkar og smelltu á Bóka til að halda áfram. Þá opnast gluggi þar sem þú getur séð verðið á bókuninni þinni og ert fyllt inn frekari upplýsingar. Þegar allir stjörnumerktir reitir hafa verið útfylltir þarf að samþykkja greiðsluskilmálana. Smelltu á Staðfesta til að samþykkja og halda áfram.

Að því loknu þarf að gefa kreditkortaupplýsingar. Bókunarstaðfestingin verður send með tölvupósti á uppgefið netfang. Ef staðfesting berst ekki, vinsamlegast hafðu samband sem fyrst.

Hversu fljótt berst svar varðandi bókunina mína?

Bókunarstaðfestingin kemur samstundis vegna þess að framboð herbergja er stöðugt uppfært í kerfinu. Hótelið er þó ábyrgt fyrir öllu því er viðkemur bókunarstjórnun í kerfinu.

Hvert er greiðsluferlið?

Dreginn er af kortinu þínu sá kostnaður sem gefinn var upp þegar þú bókaðir herbergið. Verð og framboð herbergja er ekki hægt að tryggja fyrr en greiðsla hefur borist rafrænt. Innborgunin fæst ekki endurgreidd.

Trúnaðarupplýsingar

Þær upplýsingar sem krafist er meðan á skráningarferlinu stendur eru nauðsynlegar fyrir hótelið og bókunardeildina til að framkvæma bókunarbeiðnina. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær sendar í gegnum dulkóðaða rás sem tryggir fyllsta öryggi. Kreditkortaupplýsingar þínar, sem eru nauðsynlegar til að tryggja bókunina, eru einnig sendar á öruggan hátt í gegnum varinn bankanetþjón (SSL Secure Server).

Hvernig afbóka ég?

Ef þú þarft að afbóka af einhverri ástæðu er nauðsynlegt að hringja í 514 8000 eða senda tölvupóst til bókunardeildarinnar.
Afbókun verður að berast 48 stundum fyrir komutíma, að öðrum kosti verður ein nótt dregin af uppgefnu korti. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi fyrirframgreiddu bókunina þá vinsamlegast hafðu samband við móttökuna.

Er bókunarþjónustan án aukakostnaðar?

Já, hótelbókanir í gegnum kerfið okkar eru án aukakostnaðar. Þú þarft aðeins að greiða fyrir sérvalda hótelþjónustu.

Er óhætt að gefa upp kortaupplýsingar? Hvers vegna er það nauðsynlegt?

Á meðan á bókunarferlinu stendur er beðið um kreditkortaupplýsingar í einstökum tilfellum. Fyrirtæki okkar notar nýjustu dulkóðunartækni (SSL), þannig að allar upplýsingar um þig eru öruggar og enginn óviðkomandi hefur aðgang að þeim. Hótelið biður um þessar upplýsingar sem tryggingu.

Hvernig kem ég séróskum á framfæri varðandi dvöl mína?

Hægt er að fara fram á séróskir þegar bókunin er gerð á netinu. Ekki er hægt að ábyrgjast að við verðum við óskunum en þeim er fylgt eftir við innskráningu og fer það eftir framboði. Við munum gera okkar ítrasta til að uppfylla þær. Ef þú hefur sérþarfir eða spurningar varðandi beiðnina vinsamlega hafðu þá samband beint við hótelið.

Þarf að borga fullt gjald fyrir börn?

Í flestum tilvikum er ekki krafist gjalds fyrir barn undir 12 ára aldri í aukarúmi sem deilir herbergi með foreldrum. 

Hvað geri ég ef ég óska eftir að framlengja dvölina?

Til að nýta þér áfram kostina við það lága verð sem boðið er upp á í netbókunum, ættir þú að gera aðra bókun hjá okkur. Ef þú bókar framlenginguna beint á hótelinu þarftu að greiða annað verð sem er venjulega mun hærra.

Hvenær get ég skráð mig inn?

Innskráning er almennt möguleg eftir kl. 16:00 og útskráning fyrir kl. 12:00 á hádegi.

Eru virðisauki og þjónustugjald innifalin í verðinu?

Já, virðisauki og þjónustugjald er innifalið í uppgefnu verði.