Bóka gistingu

Umhverfisstefna Grand Hótel Reykjavík

Grand Hótel Reykjavík vinnur eftir ströngum gæða- og umhverfisstöðlum og hefur fengið Svansvottun, vottun frá Túni og Vakanum.


Svansvottun

Grand Hótel Reykjavík hefur hlotið Svansvottun, vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel. 

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi sömu möguleika og núverandi kynslóð hefur til að mæta þörfum sínum. 

Með tilkomu Svansins lágmarkar Grand Hótel Reykjavík heildarumhverfisáhrif hótelstarfseminnar, vinnur markvisst að lágmörkun orku- og vatnsnotkunar, kaupir inn vistvænar og lífrænt ræktaðar vörur, auk þess sem allur úrgangur er flokkaður og endurunnin.


Vakinn

Grand Hótel Reykjavík hefur hlotið 4 stjörnur úr stjörnuflokkun Vakans. Stjörnuflokkun Vakans byggist á gæðaviðmiðum Hotelstars Union - Hotelstars.eu en alls starfa 15 lönd í Evrópu eftir þeim viðmiðum. Þar að auki hefur hótelið hlotið gullmerki Vakans í umhverfisflokkun og veitingastaður hótelsins, Grand Restaurant, hefur hlotið tvennar vottanir frá Vakanum.

Vakinn er gæðakerfi sem er sérstaklega hannað fyrir íslenska ferðaþjónustu en byggt á erlendri fyrirmynd. Þau fyrirtæki sem taka þátt í Vakanum njóta aðstoðar starfsfólk Vakans við að taka út reksturinn á grundvelli ítarlegra gæðaviðmiða. Þar fá fyrirtækinn staðfestingu á því sem er gert vel og athugasemdir um það sem má betur fara.


Enginn rafsegulsmengun

Grand Hótel Reykjavík er náttúruvænt hótel sem státar af því að vera laust við allar rafmagnstruflanir og rafmengun. Við stækkun hótelsins var lögð áhersla á að ganga frá rafmagni með þeim hætti að húsið væri laust við allar rafmagnstruflanir og rafsegulmengun.

Allt burðarvirki var tengt við um 200 bergfestur sem ná sex metra inn í bergið undir hótelinu. Allt burðarvirki hússins, loftræsistokkar, ofnalagnir og allt rafkerfi var tengt við jarðtengingu í 80 metra holu undir hótelinu. Í eldri hluta hótelsins var burðarvirkið tengt saman við lagnir sem voru síðan tengdar inn á holuna. Holan virkar sem útgangspunktur fyrir alla óæskilega tíðni sem getur haft truflandi áhrif á bæði menn og búnað. Kerfið heldur segulsviðinu undir 0.6 milligásum á fermetra sem er töluvert undir 8 milligása stöðlum í reglugerðum. Til samanburðar má nefna að rafmagnstæki sem notuð eru á heimilum og í fyrirtækjum geta gefið frá sér 40-100 milligása rafsvið.


Lífrænt vottaðar matvörur

Með aukinni vitundarvakningu vill almenningur velja meira af lífrænum vörum en áður. Við á Grand Hótel Reykjavík reynum að koma til móts við okkar gesti eftir fremsta megni og bjóðum við t.a.m. upp á fjölbreytt úrval af lífrænum mat sem hefur verið vottaður að utanaðkomandi aðilum, eins og vottunarstofunni Tún. 

Hluti af morgunmatnum hér á Grand Hótel Reykjavík er nú þegar lífrænt vottaður en við viljum að sjálfsögðu gera enn betur. Okkar framtíðarstefna liggur í því að geta boðið gestum okkar upp á lífrænar matvöru í öllum matvöruflokkum sem eru í boði hjá okkur.

Matur er ekki rusl

Við á Grand Hótel Reykjavík trúum því að hægt sé að koma í veg fyrir matarsóun í nútíma samfélagi. Samkvæmt evrópsku neytendasamtökunum er matarsóun stórt vandamál en talið er að um þriðjungur matar sem ætlaður er til neyslu sé hent. Í Evrópu gera það um 90.000.000 tonn á ári og 180 á hvern einstakling.

Við viljum leggja okkar að mörkum í baráttunni við matarsóun svo við flokkum og endurvinnum allt sem við mögulega getum. Við hvetjum einnig gesti hótelsins til þess að taka þátt í því með okkur en saman getum við náð stórkostlegum árangri.