Bóka gistingu

Ættar- og fjölskyldumót á Grand Hótel Reykjavík

Við bjóðum upp á fjölbreytta veisluþjónustu, þar sem áhersla er lögð á faglega framsetningu og ferskt hágæða hráefni við matreiðsluna. Veislumaturinn er lagaður að þörfum hópsins, allt eftir óskum gestanna.


 

Salir fyrir ættarmót

Okkar stærsti salur er hinn glæsilegi Gullteigur, en salurinn rúmar allt að 470 manns í sæti og 300 manns á hringborðum. Auk þess býður 170m2 forrými salarins upp á marga möguleika. Salurinn er tilvalinn til að koma saman og njóta góðra veitinga í rólegu og notalegu umhverfi. 

Í salnum er hægt að koma fyrir dansgólfi og einnig er færanlegt svið fyrir fjölbreytilegar uppákomur. Salnum er hægt að skipta í tvennt; Gullteigur A sem tekur 160 manns á hringborðum og Gullteig B sem rúmar 144 manns á hringborðum.

Hvammur er einnig góður kostur og rúmar hann allt að 130 manns á hringborðum. Hvammur er opinn og bjartur salur, staðsettur á jarðhæð við hliðina á Grand Restaurant.

  • Veisla í Miðgarði

    Veisla í Miðgarði

  • Mannfagnaður á Grand Hótel Reykjavík

    Mannfagnaður á Grand Hótel Reykjavík