Bóka gistingu

Árshátíð á Grand Hótel Reykjavík

Grand Hótel Reykjavík hentar vel fyrir stórar sem smáar árshátíðir. Við sérsníðum viðburðinn, allt frá veitingum yfir í umgjörð, fyrir hvert tilefni í samráði við viðskiptavini.

Það eru 15 salir á Grand Hótel Reykjavík sem taka frá 6-470 manns í sitjandi veislu og allt að 700 í standandi veislu.


 

Matur er okkar ástríða

Matur og þjónusta er okkur í senn ástríða og áhugamál. Hjá okkur starfa afar færir matreiðslumeistarar og bakarar sem leggja metnað sinn í að gera veisluföngin áhugaverð og spennandi. Allt brauð er bakað á staðnum og eftirréttirnir lagaðir úr íslensku hráefni af okkar færustu fagmönnum. Við vitum að hópar hafa ólíkar þarfir og bjóðum því upp á fjölbreytta rétti og veislur.

Framreiðslumenn okkar taka fagmannlega á móti gestum, ráðleggja varðandi val á vínum og leggja sig fram um að skapa notalegar stundir. 

Matseðlar

Hér finnur þú árshátíðarmatseðlana okkar.

 • Gullteigur

  Gullteigur

 • Miðgarður

  Miðgarður

 • Grand Restaurant

  Grand Restaurant

 • Árshátíð í Miðgarði

  Árshátíð í Miðgarði