Bóka gistingu

Brúðkaupsveislur og brúðkaupsafmæli 

Við á Grand Hótel Reykjavík höfum sérhæft okkur í brúðkaupsveislum, enda er fyrsta flokks aðstaða til veisluhalda á hótelinu.

Við vitum að þegar brúðkaup er skipulagt þarf að vanda til verka og þar spila staðsetning og veislusalur stórt hlutverk. Við aðstoðum við að setja saman draumaveisluna ykkar.  Á Grand Hótel Reykjavík eru einnig í boði
brúðkaupspakkar sem brúðhjónin geta notið eftir brúðkaupsveisluna. 

 

Frigg - gyðja hjónabandsins

Allt það besta sem Grand Hótel Reykjavík hefur upp á að bjóða í gistingu, mat og drykk. Gisting í Executive herbergi með útsýni, rósir og freyðivín, ávextir og ostabakki. Fyrsti dagur nýgiftra hjóna hefst á því að fá morgunverð í rúmið eða koma niður á veitingastaðinn og njóta þess sem hlaðborðið býður upp á.

 • Gisting í Executive herbergi með útsýni
 • Freyðivín og blómvöndur
 • Ávextir og ostabakki
 • Notalegir baðsloppar og inniskór
 • Morgunmatur upp á herbergi

Verð 31.900 kr. / Vetrarverð (október - apríl)
Verð 49.900 kr. / Sumarverð (maí - september)

Brúðhjónadekur hjá Reykjavik Spa.

Klassískt heilnudd fyrir tvo (2x50 mín): 22.000.- 
Spameðferð fyrir tvo (2x90 mín): 29.000.-

Aðgangur að Reykjavik Spa er innifalinn í öllu dekri ásamt baðslopp, handklæði og inniskóm.

Brúðardekur: Grand Casmara andlitsdekur, litun og plokkun/vax, lúxus handsnyrting, lúxus fótsnyrting og brúðarförðun: 40.000.-
Brúðgumadekur: Andlitsmeðferð(90 min), lúxus handsnyrting, lúxus fótsnyrting og spa meðferð: 40.000.-
Grænn heilsudrykkur fylgir brúðar- og brúðgumadekri.

Aðgangur að Reykjavik Spa er innifalinn í öllu dekri ásamt baðslopp, handklæði og inniskóm.


Freyja - gyðja ástarinnar

Brúðhjónin njóta alls hins besta sem Grand Hótel Reykjavík hefur upp á að bjóða í gistingu, mat og drykk. Gisting í brúðarsvítunni, freyðivín, rósir, ferskir ávextir og ostabakki, morgunverður í rúmið og aðgangur að Reykjavík Spa.

 • Gisting í brúðarsvítu
 • Freyðivín og blómvöndur
 • Ferskir ávextir og ostabakki
 • Aðgangur að Reykjavík Spa
 • Notalegir baðsloppar og inniskór
 • Morgunmatur framreiddur í svítunni

Verð 47.900 kr. / Vetrarverð (október - apríl)
Verð 75.900 kr. / Sumarverð (maí - september)

Brúðartertusmökkun

Undirbúningur brúðkaups á að vera ánægjulegur og val á brúðartertu getur tvímælalaust verið með skemmtilegri punktunum á undirbúningslistanum.

Á Grand Hótel Reykjavík geta tilvonandi brúðhjón komið í brúðartertusmakk þar sem boðið er upp á að smakka þrjár vinsælustu tegundirnar af brúðartertum hverju sinni. Tertusmökkunin kostar 3.500 kr og mögulegt er að bæta vínsmökkun við fyrir 1.500 kr. Upphæðin gengur upp í verðið á veislunni, sé hún haldin á Grand Hótel Reykjavík.

Matseðlar fyrir brúðkaupsveislu 

Þegar staðsetning og salur hafa verið valin er tímabært að huga að matseðlinum. Við veitum ykkur ráðgjöf við samsetninguna á veislunni og aðstoðum við alla skipulagningu og undirbúning svo brúðkaupsveislan heppnist sem best.

Hefðbundnir veitingapakkar sem hafa verið vinsælir hjá okkur um árabil eru meðal annars kvöldverðarhlaðborð, létt kvöldverðarhlaðborð, pinnahlaðborð, kaffihlaðborð og úrval af þriggja rétta matseðli.

Brúðkaupsafmæli — Leyfum rómantíkinni að blómstra

Er brúðkaupsafmæli á næstunni og langar ykkur til að halda upp á daginn? Á Grand Hótel Reykjavík tökum við fagnandi á móti hjónum sem eiga brúðkaupsafmæli. Það er ávallt tilefni til að fagna hjúskaparafmæli og rétt að gera sér glaðan dag á slíkum tímamótum.

Við bjóðum upp á sérstakt tilboð fyrir brúðkaupsafmæli. Innifalið er gisting í Executive herbergi með glæsilegu útsýni ásamt þriggja rétta máltíð. Auk þess er hægt að slaka á í rólegu andrúmslofti Reykjavík spa. Kynntu þér málið frekar hér að neðan.

Brúðkaupsafmæli