Bóka gistingu

Blómstrandi rómantík

Er brúðkaupsafmæli á næstunni og langar ykkur til að halda upp á daginn?

Á Grand Hótel Reykjavík tökum við fagnandi á móti hjónum sem eiga brúðkaupsafmæli. Það er ávallt tilefni til að fagna hjúskaparafmæli og rétt að gera sér glaðan dag á slíkum tímamótum.


 

Brúðkaupsafmælistilboð á Grand Hótel Reykjavík

Gisting í Executive herbergi í turni hótelsins þaðan sem er stórkostlegt útsýni yfir borgina og út á sundin blá. Herbergin eru 23-30 m2 með Queen size rúmi. Mikill metnaður er lagður í þægindi og glæsileika á herbergjunum til þess að gestum okkar líði vel.

 • Þriggja rétta glæsimáltíð að hætti matreiðslumeistarans, ásamt sérvöldum vínum
 • Ávextir og konfekt
 • Morgunverðarhlaðborð
 • Heimsókn í Reykjavík Spa

Allir gestir í gistingu hafa aðgang að vel útbúnum tækjasal hótelsins, sem opinn er frá kl. 06:00-22:00 alla daga.

Brúðkaupsafmælispakkinn er á aðeins 39.900 kr. frá október til apríl og 50.900 kr. frá maí til september.

 • Grand Restaurant

  Grand Restaurant

 • Grand Restaurant

  Grand Restaurant

 • Setrið

  Setrið

 • Brúðkaupsveisla á Grand Hótel Reykjavík

  Brúðkaupsveisla á Grand Hótel Reykjavík

Nýkviknuð ást er ólgandi og villt með aldrinum verður hún tær og stillt

Hvernig væri að uppfæra í Junior svítu? Junior svíturnar eru glæsilegar; herbergið er vel útbúið, rúmgott með sófahorni, frábæru útsýni og baðherbergi með Jaccuzzi. Innifalið eru einnig sloppar, inniskór og aðgangur að Reykjavík Spa.

Ef þið eruð með séróskir þá vinsamlegast hafið samband og við munum reyna eftir bestu getu að verða við óskum ykkar.

Sunnudagsbrunch

Ef gist er á laugardegi til sunnudags er um að gera að njóta þess að sofa út og fá sér ljúffengan brunch í stað morgunveðar fyrir aðeins 2.500 krónur á manninn (rétt verð er 3.600 krónur).

Ef þú bókar brunch þarftu ekki að skila herberginu fyrr en kl. 14:00, en er þó með fyrirvara um framboð á herbergjum á hverjum tíma.

Gerið brúðkaupsafmælið að eftirminnanlegum degi og njótið hans á Grand Hótel Reykjavík. Leyfið okkur að dekra við ykkur á þessum hátíðisdegi í lífi ykkar.

Það er einnig tilvalið að koma elskunni þinni á óvart með ógleymanlegri afmælis rómantík. Við getum útbúið gjafabréf fyrir tilefnið.