Bóka gistingu

Erfidrykkjur á Grand hótel

Erfidrykkja hefur tilfinnanlegt gildi fyrir ættingja og aðstandendur og er hluti af því að minnast hins látna. Við vitum hversu mikilvægt það er fyrir aðstandendur að hittast í notalegu umhverfi eftir útförina og njóta góðra veitinga með ástvinum.


 

Persónuleg þjónusta

Á Grand Hótel Reykjavík er þjónustan í senn fagleg og persónuleg. Við leggjum mikla áherslu á viðeigandi framsetningu á veitingunum, notum ávallt ferskt, hágæða hráefni og allar veitingar eru búnar til á staðnum.

Hægt er að velja úr tilbúnum veitingapökkum en einnig er hægt að fá ráðgjöf við samsetningu á veitingunum.

Borðin eru dekkuð með hvítum dúkum, rósum og kertum. Það er velkomið að setja upp sérstakt borð til heiðurs hinum látna; með gestabók, ljósmynd, blómum og kertum. Hlýleiki og persónuleg þjónusta er höfð í fyrirrúmi. Aðgengi er til fyrirmyndar og næg bílastæði.