Bóka gistingu

Fermingarveislan á Grand Hótel Reykjavík

Fermingin er stór áfangi í lífi unga fólksins og fyrir þeim skiptir fermingarveislan ekki síður miklu máli.

Á Grand Hótel Reykjavík getum við sett saman draumaveisluna, hvort sem um er að ræða minni veislur eða stærri. Við erum með salina til að hýsa gestina og veisluföngin til að gleðja þá.


 

Allt í einum pakka

Við bjóðum ykkur fermingarveisluna í einum pakka; salinn, matinn, undirbúninginn og fráganginn á eftir. Þið eruð velkomin að koma og skoða salina sem eru í boði, setjast yfir kaffibolla til að ræða skipulagninguna og að skoða saman matseðla. Auðveldara gæti það ekki verið!

Veislusalirnir rúma frá 30 og upp í 300 gesti í borðhaldi. Hægt er að stilla upp í sölunum og skreyta, allt eftir ykkar óskum. Aðgengi er til fyrirmyndar og næg bílastæði.

Úrval veislufanga fyrir fermingarveisluna er fjölbreytilegt og henta réttirnir hvort sem er fyrir hádegisveislu, veislu um miðjan dag eða að kvöldi til. Í boði eru nokkrar gerðir af fermingarborðum. Matreiðslumeistarar og bakarar laða fram það besta úr eldhúsi hótelsins og geta sett saman fermingarveisluna alveg eins og þið viljið hafa hana.


Matseðlar fyrir fermingar