Bóka gistingu

Verið velkomin á Grand jólahlaðborð

Með Jóhönnu Guðrúnu

Örfáir miðar eftir. Vegna vinsælda höfum við bætt við auka dagsetningu 7. desember. Tryggðu þér miða sem allra fyrst!

Við tjöldum öllu til svo þið getið átt góða stund saman í aðdraganda jólanna, hvort sem það er með vinum, vinnufélögum eða fjölskyldunni.

Jólahlaðborðin á Grand Hótel Reykjavík fara fram í glæsilega skreyttum veislusölum þar sem hin eina sanna Jóhanna Guðrún mun flytja þekkt jólalög fyrir veislugesti í léttum útsetningum ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara

Eigðu frábært kvöld með vinum eða fjölskyldu á Grand jólahlaðborði, föstudags- og laugardagskvöld frá 17. nóvember til 15. desember.

Verð 10.900 kr. á mann. 

Við bjóðum upp á gistingu ásamt jólahlaðborði og morgunverði á sérstöku tilboðsverði. Sendu okkur fyrirspurn á jolahladbord@grand.is

Skoðaðu jólabrunch á Grand Hótel Reykjavík hér

Matseðill

Forréttir Rjúpusúpa, Grand Marnier síld, bláberjasíld, kryddsíld, birkireyktur lax, piparrótarsósa, dillgrafinn lax með graflaxsósu, rækjukokteill í krukkum, nýbakað og ilmandi brauð beint úr bakaríinu á Grand, Lifrarkæfa með sveppum og „crispy“ beikoni eða beikonsultu, hreindýrapaté með sultuðum bláberjum, reykt nautatunga með kóríander, mangó „chutney“ og þeyttum ljót, tvíreykt hangikjöt með karamelluðum fíkjum og grafin gæs með geitaosti og sultuðum krækiberjum.

Salöt Sætkartöflu og rauðrófusalat með ruccola, geitaosti og valhnetum, andarsalat með fíkjum, cashew hnetum og Grand Marnier appelsínum, Waldorfsalat, laufsalat, blandað grænt salat, regnbogasalat, romainesalat með rauðkáli, gulrótum, gúrku, papriku, sætum kartöflum trönuberjum og ristuðum sesamfræjum.

Heitir aðalréttir Hægelduð purusteik „eins og amma gerði hana“, hægelduð kalkúnabringa með eplum, beikoni, sellerí, lauk, trönuberjum. Langtímaeldað dádýr með rósmarín og villisveppum, hnetusteik með indverskri raita sósu og mangó „chutney“ (hreindýrabollur með gráðostasósu).

Kaldir aðalréttir Hamborgarhryggur með púðursykurgljáa og ananas, hangikjöt með uppstúf, rauðbeðum og grænum baunum.
rauðspretta í krukku með maltbrauði, remúlaði, súrum gúrkum og steiktum lauk.

Sósur rauðvínsgljái og Bristol Cream sósa.

Kaftöflur og grænmeti Sykurbrúnaðar kartöflur, uppstúfur með kartöflum og gratíneraðar kartöflur, gufusoðið rótargrænmeti með kanil, dönskum normannsþyn og stjörnuanís.

Eftirréttir Ris ala mande með möndlum og kirsuberjasósu, cremé brulée, nýbakaðar smakökur beint úr bakaríinu á Grand, sörur og konfekt, volg súkkulaðikaka með After Eight súkkulaði, ávaxtasalat með Grand Marnier og myntu, hvítsúkkulaði og hindberja terta og ananas frómas með hvítsúkkulaði.