Bóka gistingu

Jólahlaðborð og jólabrunch á Grand Hótel Reykjavík

Njóttu dýrindis veitinga og frábærrar skemmtunar á jólahlaðborði á Grand Hótel Reykjavík, öll föstudags- og laugardagskvöld frá 12. nóvember og fram að jólum. Jólahlaðborðin fara fram í fagurlega skreyttum veislusölum og er öllu tjaldað til að gestir geti átt gleðilega stund í dýrindis mat og drykk. Hægt er að velja á milli þess að hlýða á ljúfa tóna Bjarna Ara eða fagran söng Heru Bjarkar í bland við söng og glens Bjarna törframanns.

DJ Fox tekur við að borðhaldi loknu í Gullteigi og skemmtir gestum fram að nótt.

Allar helgar fram að jólum frá og með 12. nóvember. 

10.800 kr.

514 8000

Kaupa miða


Jólabrunch alla sunnudaga frá og með 13. nóvember

Taktu þér frí frá jólaundirbúningnum og kíktu á notalegan jólabrunch á Grand Hótel Reykjavík, þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Við bjóðum upp á afslappaða stemmingu og úrval sérvalinna rétta sem kæta bragðlaukana. Þá kíkja jólasveinar í heimsókn og bregða á leik með börnunum. Tímasetning: 12:00-14:00.

Verð 5.200 kr. á mann
Verð fyrir börn 3000 kr. (6-12 ára)
Frítt fyrir börn 5 ára og yngri

Kaupa miða