Bóka gistingu

Velkomin á jólahlaðborð og jólabrunch

Grand jólahlaðborðin bjóða upp á fyrsta flokks veitingar í glæsilega skreyttum veislusölum þar sem gestir geta valið á milli þess að hlýða á ljúfa tóna Bjarna Ara í Hvammi eða Setri eða Gissur Pál og Heru Björk í Gullteigi.

DJ Fox tekur við að borðhaldi loknu í Gullteigi og skemmtir gestum fram að nótt.

Við tjöldum öllu til svo þið getið átt góða stund saman í aðdraganda jólanna.


Bjarni_solo.jpg
Hera_og_felagar_END.jpg

10.800 kr.

514 8000

Allar helgar fram að jólum frá og með 12. nóvember. 

Jólabrunch alla sunnudaga frá og með 13. nóvember

Taktu þér frí frá jólaundirbúningnum og kíktu á notalegan jólabrunch á Grand Hótel Reykjavík, þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Við bjóðum upp á afslappaða stemmingu og úrval sérvalinna rétta sem kæta bragðlaukana. Þá kíkja jólasveinar í heimsókn og bregða á leik með börnunum. Tímasetning: 11:30 -14:00.

Verð 5.200 kr. á mann
Frítt fyrir börn 6 ára og yngri