Bóka gistingu

Villibráðarhlaðborð Villta Kokksins

Í nýjum og glæsilegum veislusal á Grand Hótel Reykjavík 21. og 27.-28. október

Uppselt 28. október og örfá borð laus 21. og 27 október. Vegna vinsælda höfum við bætt við auka dagsetning 20. október. 

Hinn margrómaði Úlfar Finnbjörnsson, þekktur sem villti kokkurinn, verður með glæsilegt villibráðarhlaðborð á Grand Hótel Reykjavík þann 21. október og helgina 27.-28. október næstkomandi. Þar mun Úlfar leika lausum hala og töfra fram um 60 ómótstæðilega veislurétti matreidda úr íslenskri og erlendri úrvals villibráð. Um er að ræða árlegan viðburð sem verður einfaldlega vinsælli með árunum. Í ár verður villibráðarhlaðborðið haldið í Háteig, nýjum og stórglæsilegum veislusal hér á hótelinu, en um er að ræða fyrsta viðburðinn í þessum sal eftir endurbætur. 

Samstarf Grand Hótel Reykjavíkur og Úlfars er alls ekki nýtt af nálinni en vegna vinsælda hefur hlaðborðið orðið að árlegum viðburði. Úlfar er heldur enginn nýgræðingur í þessum bransa en hann hefur rekið vinsæla veitingastaði, verið í kokkalandsliðinu, séð um sjónvarpsþætti og skrifað verðlaunabækur um veiði og villibráð eins og Villibráðarbókina og Stóru alifuglabókina. 

640x640_2.jpg

Dagsetningar: 21. október og 27.-28. október
Auka dagsetning: 20. október 

Salur: Háteigur
Fordrykkur: Hefst kl. 19:00 laugardaga og 19:30 föstudag
Netfang: info@grand.is

Verð 15.900 kr.

Kaupa miða


Villibráðarbrunch

Veglegur og villtur villibráðarbrunch sunnudaginn 29. október í nýja veislusalnum okkar á Grand Hótel Reykjavík. Þessi villibráðarbrunch er einstök veisla sem matarunenndur ættu ekki að láta framhjá sér fara.
Athugið aðeins þennan eina sunnudag.

Fullt verð 5.600 kr. á mann

VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR

Dagsetning: 29.10.2017
Borðhald: Hefst kl. 12:00
Netfang: info@grand.is